Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1047 svör fundust

Hvers konar rit er Sturlunga?

Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...

Nánar

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...

Nánar

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?

Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...

Nánar

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?

Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum. Í 70. k...

Nánar

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

Nánar

Hvaðan kemur orðið hundadagar?

Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst. Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Sí...

Nánar

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....

Nánar

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið Guttormur?

Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...

Nánar

Hvaðan koma nafnorðin þórðargleði og þórðarverk?

Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Árna Þórarinssonar prófasts og kom hún út í sex bindum. Í þriðja bindi, sem kom út 1947, segir Árni frá karli einum sem Þórður hét:Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalla mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir h...

Nánar

Fleiri niðurstöður